Skip available courses
Available courses
Þjálfaranámskeið Júdósamband Íslands (JSÍ) uppfyllir kröfu ÍSÍ sem sérgreinahluti og kemur þannig til móts við almennan hluta þjálfaranámskeiðs ÍSÍ. Þar með gefst júdóþjálfurum tækifæri til að klára þjálfaranám ÍSÍ að öllu leyti.
Þjálfaranámskeið JSÍ – Þjálfari 1 skiptist í eftirfarandi lotur
- Lota 1 – Siðfræði / heimspeki
- Lota 2 – Öryggisþættir
- Lota 3 – Undirbúningur / skipulag
- Lota 4 – Tæknikennsla
- Lota 5 – Að hafa gaman og samskipti við iðkendur
Allar loturnar eru teknar í fjarnámi og hafa nemendur tvær vikur til að ljúka hverri lotu.
Námskeiðið er ætlað öllum starfandi júdóþjálfurum og öllum júdómönnum sem hafa áhuga á júdóþjálfun, þó með þeim fyrirvara að þátttakendur séu að lágmarki á 16 ári, séu með 2. kyu í júdó og hafi lokið Þjálfara 1 hjá ÍSÍ.
- Teacher: Björn Sigurðarson
- Teacher: Hans Snorrason